LENT!!!

Við erum komin til Íslands og bara nokkuð kát með þetta. Krakkarnir höfðu vakað frá klukkan hálf eitt miðað við íslenskan tíma. Þau sofnuðu um 9 leytið í gær og það verður að segjast eins og er að þau stóðu sig mjög vel. Alveg ótrúlegt því þau voru ósofin. Átök voru í lágmarki.

Afi Stefán sótti okkur út á flugvöll. Við vorum heillengi í fríhöfninni út af einni rauðvínsflösku. Þrjósk kassadaman vildi frekar fara í gegnum allan rauðvínslistann í gagnagrunninum heldur en að rölta að hillunni og kíkja á verðmiðann. Ég keypti toll...súkkulaði og fleira.

Eftir glæsilegar móttökur hjá Ömmu Erlu, þar sem við fengum heimabakað brauð, heimagerða sultu og fleira. Seinna í gær fórum við svo til Ömmu Rúnu og Afa Didda þar sem kökufjall mætti okkur og var virkilega fínt að hitta þau á ný.

Í dag er stefnan sett á sundlaug, pulsu (pylsu) með öllu og tónleika með Páli Símonar.

Sjáumst síðar...kveðjur frá Alexander, Dísu, Matthíasi og Mér.

Ummæli

Vinsælar færslur